top of page
IMG_7820.jpg

UM KIND KNITTING

Kind Knitting er hugarfóstur Ólafar Ingu, klæðskera, textílhönnuðar og kennara.


Ólöf Inga smitaðist af handavinnubakteríunni af ömmu sinni og langömmu og náðu þær sérstakri tengingu í gengum hana.


Eftir 8 ára nám í textíl og klæðskurði og vinnu við gæðamál í tískuiðnaðinum í Danmörku, var kominn tími á sjóða þekkingu, áhuga á textíl og hönnun, kennslu og gæðum saman og miðla til Íslendinga.


Með smá hliðarverkefnum varð Kind Knitting til, og heimasíðan sett í loftið á haustmánuðum 2019.

Uppskriftunum fer fjölgandi en lögð er áhersla á stílhreina, tímalausa hönnun, í norrænum stíl. Garnið er sérvalið af Ólöfu Ingu og framleitt á Ítalíu, undir ströngu gæðaeftirliti og stöðlum.

​Á bakvið hverja flík liggur mikil vinna, ást og alúð og því mikilvægt að flíkin endist, barn fram af barni. Kind knitting vill leggja sitt að mörkum með hönnun sinni og gæða garni.


Um Kind knitting: Bio
bottom of page