
SMOCK MUNSTUR
Alda, Undiralda, Brim, Hafrún og Hafrót
Hérna fyrir neðan eru þau kennslumyndbönd sem mér hefur dottið í hug að gætu verið gangleg við að prjóna flíkurnar í smock-línunni.
Silfurfit
Smock-munstur
Hvernig á að lesa munstrið
Teygjanleg affelling
Ekki hika við að hafa samband ef þér finnst eitthvað vanta.
Silfurfit - Teygjanlegt uppfit
Silfurfit er einstaklega gott í húfur og hálsmál og í raun allstaðar þar sem þörf er á auka teygjanleika.
Smock-munstur
Þetta myndband sýnir hvernig munstið er prjónað. Hinsvegar eru í sumum uppskriftunum útaukningar og úrtökur, sem ekki eru sýndar, þess vegna getur lykkjufjöldi í munstri verið annar en í myndbandi.
Hvernig á að lesa munsturteikninguna?
Munsturteikning er alltaf lesin neðanfrá, frá hægri til vinstri. Ef prjónað er í hring þarf að athuga að lykkjan lengst til hægri og lykkjan lengst til vinstri (á mynd) eru hlið við hlið. Þessvegna er mikilvægt að lesa alla línuna til að fá yfirsýn.
Munstrið nær í annaðhvert skipti yfir fyrstu og síðustu lykkjurnar. Vissulega hefði verið hægt að teikna fyrstu og síðustu lykkjurnar af munstrinu í sitthvora línuna, en það virkaði ruglandi og því teiknað í sömu umferð. Þannig sést við að horfa á munstrið að það er prjónað sitt á hvað. Prjónari ræður svo hvort byrjað sé 2 lykkjum fyrr á munsturumferð eða nokkrum lykkjum seinna.
Ef það eru einhverjar spurningar eða eitthvað sem vefst fyrir ykkur, ekki hika við að hafa samband.
