top of page
Search

Ný uppskrift - örlítið umhverfisvænni en hinar

Þegar ég prjóna geymi ég alltaf afganginn, sama hversu lítill hann nú er. En það situr svo í mér þegar einn kennarinn minn í klæðskeranum sagði eitt sinn við mig: Geymdu alla afganga, það er alltaf hægt að nota þá í eitthvað.

Þetta er alveg rétt, oft sem mig vantar bara smotterí í mynstur til dæmis, þá er upplagt að nýta afgangana.


Hinsvegar er hægt að eiga of mikið af afgöngum, þannig var staðan hjá mér. Ég ákvað því að nýta þá án þess að það væri mjög augljóst. Ég ss. vildi ekki gera tilfallandi röndótta peysu þar sem ermar og bolur eru ekki eins, ég á frekar erfitt með þannig.


Þannig hófst ferlið, gera einfalda og "plain" peysu úr afgöngum. Úr varð þessi, sem fékk strax vinnuheitið Leifur Arnar #Leifarnar - já ég er með aulahúmor, það er nauðsynlegt inn á milli.


Víkingur Kári var samt ekki jafn sáttur með útkomuna og ég, kallaði þetta kúkalabbapeysu

og ætlar ekki að fara í hana aftur - aldrei.


Uppskriftina færðu hérna623 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


Post: Blog2_Post
bottom of page