top of page
Search

Kjóllinn - ný uppskrift

Mig langar að skrifa svo mikið um þennan kjól. Hann fæddist í febrúar, rétt fyrir covid, ég hafði mjög ákveðnar hugmyndir og endaði á að rekja hann upp og prjóna 3 sinnum áður en ég varð ánægð.

Ég var nefnilega að prufa mig áfram í nýrri tækni, opnu uppfiti og i-cord, hafa fallegan og sparilegan frágang og rétt staðsettar útaukningar.


Hugsanlega er það klæðskerinn í mér, en í mínum uppskriftum er ekkert látið ráðast af tilviljun, það er allt úthugsað og mögulega þess vegna sem ég er stundum lengi að koma hlutunum frá mér og jafnvel flækja þá óþarflega.


En án þess að lengja þennan póst óþarflega þá er hann svo hérna, sjálfur „Kjólinn“ alveg eins og ég hafði hugsað mér hann.



27 views0 comments

Recent Posts

See All
Post: Blog2_Post
bottom of page