
KJÓLLINN
Hérna fyrir neðan eru þau kennslumyndbönd sem mér hefur dottið í hug að gætu verið gangleg við að prjóna Kjólinn.
Ekki hika við að hafa samband ef þér finnst eitthvað vanta.
Opið uppfit
Fitjjað er upp með 2 þráðum, síðan er hjálparbandið dregið úr og prjónað er í hina áttina.
ATH. þetta er laust uppfit og hjálparbandið á að vera í gegnum lykkjunar þegar þú ert búin(n) að fitja upp, það er ekki vafið um prjóninn.
I-cord affelling
Myndbandið sýnir hvernig má prjóna i-cord affellingu, eða svokallaðan snúrukant.
Í uppskriftinni nota ég mismunandi prjónastærð til að stjóna hve þröng og tengjaleg affellingin er.
Ermar:
Á ermunum eru notaðir fínni prjónar til að þrengja ermina meira.
Hálsmál:
Hálparbandið er tekið úr uppfiti og lykkjurnar þræddar á prjón.
Í hálsmáli þarf ekki að fitja upp 3 auka lykkjur áður en byrjað er að fella af.
Mikilvægt er að nota grófari prjóna og fylgjast með að affelling í hálsmáli sé nægilega teygjanleg.