top of page

KIND GARN

Ítölsk gæði

Vegna þess hve mikil vinna er lögð í prjónaflíkur finnst mér skipta sérstaklega miklu máli að garnið sé gott. Fátt pirrar mig meira en að hafa eitt löngum tíma, ást og alúð í að prjóna flík og svo skemmist hún í þvotti, hnökrar við fyrstu notkun o.s.frv.

Síðastliðið 1,5 ár hef ég verið að prufa mig áfram með garn frá Ítalíu, láta spinna það í réttan grófleika, finna hvaða prjónfesta gefur besta útkomu og endingu og þar fram eftir götunum.

Núna er ég loksins tilbúin og fyrsta garnið fer í sölu hjá Prjónaklúbbnum þann 8. sept 2019, en þar sem ég legg mikla áherslu á sjálfbæran rekstur er smá bið í hinar tvær gerðirnar, en ég lofa að þær eru biðarinnar virði.

OlzZAD9ZRFaiYpiD3EMk7Q.jpg
Kind garn: Bio
Kind garn: Gallery
bottom of page