Search

Ný uppskrift - örlítið umhverfisvænni en hinar

Þegar ég prjóna geymi ég alltaf afganginn, sama hversu lítill hann nú er. En það situr svo í mér þegar einn kennarinn minn í klæðskeranum sagði eitt sinn við mig: Geymdu alla afganga, það er alltaf hægt að nota þá í eitthvað. Þetta er alveg rétt, oft sem mig vantar bara smotterí í mynstur til dæmis, þá er upplagt að nýta afgangana. Hinsvegar er hægt að eiga of mikið af afgöngum, þannig var staðan hjá mér. Ég ákvað því að nýta þá án þess að það væri mjög augljóst. Ég ss. vildi